Vefmyndavél

Bryndís íþróttamaður ársins hjá AÍH

Bryndís Einarsdóttir var valin Íþróttamaður ársins af stjórn AÍH.  Bryndís hefur verið félaginu til sóma jafnt innan vallar sem utan og varð meðal annars Íslandsmeistari í 85cc kvennaflokki á árinu.  Hún hefur lagt mikið á sig og sýnt ótrúlegar framfarir á árinu.  Bryndís ætlar sér að halda áfram á sömu braut og heldur utan í febrúar til æfinga hjá Harry Everts á Spáni.  Hún tók einnig á móti viðurkenningu frá Hafnafjarðarbæ í gær út hendi Bæjarstjórans og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Af vef AÍH

Leave a Reply