Vefmyndavél

Stelpur á sleðum

Mikill áhugi er frá stelpum sem vilja leika sér á sleðum. Núna eru komnar um 14 stelpur sem sýna áhuga á að fara í sleðaskólann og jafnvel keppa í vetur.
Hugmynd er að hafa sér sleðaskóla fyrir stelpur þar sem kennt verða grunnatriði við

stjórnun og kennt að stökkva rétt og með öryggi einnig er farið yfir alla helstu þætti varðandi notkun, viðhald og fleira. Mikið er um að stelpur úr Motocrossi sýni þessu áhuga. Allar þær stelpur sem eru forvitnar og vilja vita meira endilega komið ykkur í samband við Villu Dan hún hefur verið dugleg í að smala stelpum saman og er til í hjálpa þeim sem vilja.
Villa Dan 899 6290 eða mail villadan@arnarfell.is mailto:villadan@arnarfell.is
Team LEXI Sleðaskólinn
www.lexi.is

Leave a Reply