Vefmyndavél

Íscross á Mývatni

Við höfum ákveðið að halda 3 mót í Íscrossi á Mývatni í vetur.Við ætlum að standa vel að framkvæmdinni og það verða vegleg verðlaun í boði. Það er stefnt að því að keppa líka í ísspyrnu á vélsleðum þessar helgar. Skráning verður í gegnum félagakerfið á www.msisport.is og notast verður við tímatökusendana eins og í motocrossinu. Við sendum nánari dagskrá um leið og hún liggur fyrir. Ákveðið hefur verið að stilla þátttökugjaldinu í hóf og verður það kr 3000.

Smellið hér fyrir plakatið
 
Kveðja úr Mývatnssveitinni,
 
Stefán Gunnarsson

Leave a Reply