Skólakross 2007

Nú ætlum við að lyfta krökkunum okkar upp, setja skólabækurnar til hliðar einn dag og fara að krossa. Laugardaginn 13 október kl 12 ætlum við að hafa kross æfingu fyrir minnstu ökumennina á nýrri púkabraut á Hellu (nærri þar sem torfærukeppnin hefur oft verið haldin). Það er Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem ætlar að bjóða okkur í heimsókn en brautin er á þeirra vegum. Hjörtur Líklegur hefur verið að smíða brautirnar og eru þær nothæfar stærstan hluta ársins.  Ekkert kostar fyrir litla fólkið í krakkabrautina en vilji foreldrar taka æfingu er stóra brautin opin, og miðar seldir á bensínstöðinni á Hellu og kosta 1000kr. Við ætlum að reyna að hafa

smá glaðning fyrir börnin, etv grillaðar pylsur og svala. Erum að vinna í þeim málum núna.
Sem fyrr skiptum við hópnum niður í A) 50cc og minni hjól og B)51cc-65cc hjól. Það er í lagi að koma á allt að 110cc fjórgengis “pitbike” hjólum fyrir þá sem eiga svoleiðis.
Munið að láta börnin svo nota allan hlífðarbúnað. Ábyrgð á því að þetta gangi vel er hjá okkur foreldrum.  Við héldum síðast svona púkaæfingu í vor og þá var svakalega gaman og frábær mæting. Núna ætlum við að aka 1-2 móto (20 mínutur) og jafnvel að bjóða krökkunum í smá ævintýra enduró í sveitinni eftir æfinguna.

Þeir sem vilja senda fyrirspurnir eða skrá börnin, vinsalmegast sendið póst á netfangið hér að neðan með nafni  og tegund hjóls.

Kveðja

Púkapabbi

motoxleo@hotmail.com

Skildu eftir svar