KTM sýning 2008

Verslunin MOTO / KTM Ísland verður með sýningu á KTM árgerð 2008 laugardaginn 13. október. frá kl: 11 – 17.
Sýnd verða 125 EXC, 200 EXC og 250 EXC tvígengis Enduro hjól á hvítum númerum.
Einnig verður 1 stk. 250 EXC Six Days tvígengis til sýnis og sölu. 250 EXC-F ásamt nýja 450 EXC-R og 530 EXC-R fjórgengis Enduro hjólunum á hvítum númerum.
Öll KTM Enduro hjólin koma mikið breytt frá 2007 árgerðinni, nýtt stell og

afturgaffall, nýr afturdempari, nýtt útlit og plast.
450 og 530 hjólin eru með nýjan mótor sem byggir á eldri gerðinni en hefur verið mikið uppfærður.
MotoCross hjólin fá uppfærslu á útliti og verða sýnd 125 SX, 250 SX-F, 450 SX-F og 505 SX-F.
Einnig verður á staðnum KTM 505 XC-F sem er ameríkutýpa og Kaninn hefur ekki haldið vatni yfir í nýjustu blöðunum vestanhafs.
Í götu og ferða hjólunum verða Super Duke 990 og Adventure 990 S sýnd.
Allir velkomnir og tækifæri til að ná í góðan díl fyrir veturinn.
Kveðja, starfsfólk MOTO / KTM

Skildu eftir svar