Fréttir frá U-MSÍ

Umhverfisnefndin hefur tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og fyrirliggjandi eru mörg verkefni, stór sem smá. Þó formlegt nefndarstarf hafi legið niðri í sumar gaf nefndin út nýjan umhverfisbækling og sendi kynningarbréf á öll sveitarfélög í landinu. Í bréfinu til sveitarfélaganna var óskað svara við nokkrum spurningum og eru svarbréf að detta inn þessa daganna. Á seinustu vikum höfum við fundað með umhverfisráðherra, alþingismönnum, stjórn Reykjanesfólkvangs og nú síðast með forstjóra og forstöðumanni Náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar. Áætlað er að funda með fleiri ráðamönnum áður en jólapakkarnir verða opnaðir.

Á næstunni munu einkum þrjú verkefni eiga hug okkar og hjarta. Í fyrsta lagi verður unnið hörðum höndum að því að klára verkefni sem hófst fyrir um ári síðan og er stýrt af Umhverfisstofnun. Að verkefninu koma MSÍ/VÍK, Vegagerðin , Samband sveitarfélaga, Landvernd og Umhverfisstofnun. Markmið þessa hóps er að koma með hugmyndir að framtíðarskipulagi á aðstöðu og lagaumhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem aka um á

vélhjólum, með það að markmiði að sporna gegn utanvegaakstri. Búið er að skrifa um 50bls. skýrslu sem inniheldur stöðumat og hugmyndir að lausnum. Skýrslan verður gerð opinber um leið og hún klárast. Í öðru lagi verður blásið til félagsfundar í vikunni 12-16 nóvember. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar, en meðal efnis verður að kynna starf umhverfisnefndar MSÍ, fyrir hvað við stöndum og þau verkefni sem liggja fyrir. Einnig verða megin atriði skýrslu vinnuhóps umhverfisstofnunar kynnt en hugmyndir vélhjólafólks í skýrslunni eru stefnumótandi fyrir aðstöðu og lagaumhverfi vélhjólasamfélagsins. Í þriðja lagi verður byrjað að vinna skipulagshugmyndir vélhjólafólks fyrir stór Mosfellsheiðarsvæðið. Um er að ræða svæði sem nær frá Reykjavík í vestri, um Esju í norðri, Þingvallavatn í austri og Bláfjöll í suðri. Tekið verður tillit til þarfa okkar og væntinga, samnýtingu svæða með öðrum útivistarhópum, bannsvæða, bílastæða, akstursleiðir frá höfuðborgarsvæðinu og fleira. Vinnan við skipulagið er rétt að byrja og því leitar U-MSÍ til ykkar. Ef þið hafið reynslu af skipulagsmálum og/eða sérstaka góða þekkingu á slóðum á umræddu svæði, eða viljir bara láta gott af ykkur leiða, væri gott að fá að heyra frá ykkur. Hafið samband við mig í tölvupóstfangið, jakob (at) geokobbi.com . Ef einhverjir sýna þessu áhuga verður boðað til skipulagsfundar í vikunni 22-26 okt. Stefnt er að því að kynna 1drög á félagsfundinum í nóvember.

Fyrir hönd umhverfisnefndarinnar, Jakob Þór, formaður.
Í nefndinni sitja einnig:
Leópold Sveinsson (leo (at) argus.is )
Einar Sverrisson (eis (at) keppn.is )
Gunnar Bjarnason (gunnar (at) miracle.is )
Ólafur Guðgeirsson (olafur (at) argus.is )

Skildu eftir svar