Vefmyndavél

Árshátíð VÍK – Laugardaginn 3. nóvember

Árs- og uppskeruhátíð VÍK/MSÍ verður haldin laugardaginn 3. nóvember kl. 19 í Lídó í Iðnaðaramannahúsinu v/Hallveigarstíg. Boðið verður upp á glæsilegann þriggja rétta matseðil, frábær skemmtiatriði, verðlaun verða
veitt fyrir síðasta tímabil, ný myndbönd frumsýnd, happdrætti og svo mun hljómsveitin Spútnik halda upp stuðinu fram á nótt. Miðaverð er það sama og í fyrra, 6.900,- kr. Miðasala er hafin hér á netinu (í félagakerfinu) og í Moto eftir helgi.
Miðasölu líkur 31. október. Borðapantanir berist á msveins@simnet.is

Skemmtinefndin

"Hvernig á að kaupa miða" Miðakaup. Til þess að kaupa miða hér á netinu þarf að gera aftirfarandi:

  1. Smella á miðasölutakkann eða fara inn í félagakerfið. 
  2. Þar þarf að skrá sig inn. Nafn: felagakerfi Lykilorð: f3lsys73m
  3. Smella svo á "Skráning í keppnir"
  4. Slá inn keppnisnúmer þess sem ætlar að kaupa miða og "Skrá"
  5. Smella á "Áfram" í næsta glugga ef upplýsingar eru réttar.
  6. Velja hvað marga miða á að kaupa. Smella á "Áfram"
  7. Smella á "Greiða hjá Korta"
  8. Ganga frá greiðslu með kreditkorti. Smella á "Greiða með korti"

Leave a Reply