Aðalfundur Torfæruhjóladeildar AÍH

Aðalfundur Torfæruhjóladeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 25.október.  Fundurinn verður haldinn í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 21.  Allir félagsmenn deildarinnar eru hvattir til að mæta.  Dagskráin verður sem hér segir:


A)     formaður íþróttadeildar setur fundinn,
B)     kosinn fundarstjóri og fundarritari,
C)     formaður flytur skýrslu deildarstjórnar um starfsemi á liðnu starfsári,
D)     gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og gerir grein fyrir fjárhag deildarinnar,
E)     kosin stjórn deildar.
(1)  formaður,
(2)  2 meðstjórnendur,
(3)  3 menn í varastjórn,
F)     kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
G)     önnur mál

Skildu eftir svar