Vefmyndavél

MX-brautin í Bolaöldu opin í kvöld

Veðurútlit fyrir kvöldið er mjög gott og nú er sól í augnablikinu í Bolaöldu. Í morgun var brautin herfuð og rifin upp og nú er verið laga uppstökk og lendingar með jarðýtunni. Brautin verður því í mjög góðu standi í kvöld þannig að það er um að gera að skella sér þar sem spáin er ekki góð fyrir næstu tvo daga. Munið miðana í Kaffistofunni – góða skemmtun.

Leave a Reply