Jákvæðni hjá Skessuhorni

Vefurinn Skessuhorn á Vesturlandi er aðeins jákvæðari en Mogginn… Grein þeirra frá því í gær byrjar svona:

Hitað upp fyrir náttúruvæna vélhjólakeppni

Í dag heldur Vélhjólaíþróttafélag Akraness keppni í vélhjólaakstri á Langasandi. Nú laust fyrir hádegi var verið að gera keppnisbrautir tilbúnar á sandinum en fyrirhugað var að hefja prjónkeppni laust eftir klukkan 12 og síðan verður keppt í þolakstri og hindranaakstri. Um svokallaða enduro/cross keppni er að ræða, en það er sambland af tvenns konar keppni. Enduro er þolakstur og stendur slík keppni yfirleitt yfir í um einn og hálfan tíma. Í crossi er hins vegar keppt í hindrunarakstri með alls kyns þrautum og stökkpöllum. Ernir Freyr Sigurðsson, einn af aðstandendum keppninnar, segir blöndu þessara tveggja gerða keppni vera mjög sérstaka. „Þetta er nánast einstakt hjá okkur og ræðst af aðstæðum á Langasandi. Það góða við þennan keppnisstað er að við göngum frá öllu fyrir flóð í dag og á morgun á fjöru verða engin merki um að þar hafi farið fram keppni.“

Greinina í heild sinni má lesa „hér“ og væntanlega verði fleiri fréttir af keppninni einnig á vefnum þeirra.

Skildu eftir svar