Íslandsmeistarar í motocross krýndir í dag

Bryndís Einarsdóttir Íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna Lokaumferðin í Íslandsmótinu var haldin á Bolöldu í dag var skemmtileg á að horfa þó svo keppendur hafi verið blautir og kaldir. Rigningin gaf ekkert eftir og hljóðkerfinu sló út.  Einhverjar þvottavélar eiga sjálfsagt eftir að bræða úr sér í kvöld.  Eftirfarandi urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum:

MX1: Einar Sverrir Sigurðarson, KTM
MX2: Brynjar Þór Gunnarsson, Honda
MX-U: Heiðar Grétarsson, KTM
85cc: Eyþór Reynisson, Honda
Opinn kvennaflokkur: Karen Arnardóttir, Kawasaki
85cc kvenna: Bryndís Einarsdóttir, KTM

Motocross.is óskar þessum keppendum innilega til hamingju með titlana.

Úrslitin í lokaumferðinni voru eftirfarandi:

MX1

  1. Per Nyberg, Svíþjóð, Yamaha
  2. Aron Ómarsson, KTM,
  3. Einar S. Sigurðarson, KTM

Þar sem Per Nyberg keppti sem gestur og telur ekki til Íslandsmeistara var röðin til stiga þannig:

  1. Aron Ómarsson,  KTM, 69 stig
  2. Valdimar Þórðarson, Yamaha, 67 stig
  3. Einar S Sigurðarson, KTM, 65 stig
  4. Gunnar Sigurðsson, KTM, 47 stig
  5. Gunnlaugur Karlsson, KTM, 46 stig

MX2

  1. Gunnlaugur Karlsson, KTM, 46 stig
  2. Brynjar Þór Gunnarsson, Honda, 40 stig
  3. Pálmi Georg Baldursson, Yamaha, 20 stig
  4. Steinn Hlíðar Jónsson, Kawasaki, 12 stig
  5. Örn Sævar Hilmarsson, Kawasaki, 8 stig

MX Unglingaflokkur

  1. Heiðar Grétarsson, KTM, 64 stig
  2. Ómar Þorri Gunnlaugsson, Kawasaki, 61 stig
  3. Freyr Torfason, Yamaha, 54 stig
  4. Kristófer Finnsson, TM, 53 stig
  5. Geir Höskuldsson, Honda, 46 stig

Opinn Kvennaflokkur

  1. Karen Arnardóttir, Kawasaki, 50 stig
  2. Anita Hauksdóttir, Kawasaki, 38 stig
  3. Margrét Erla Júlíusdóttir, Kawasaki, 38 stig
  4. Guðný Ósk Gottliebsdóttir, Honda, 34 stig
  5. Theodóra Björk Heimisdóttir, Kawasaki, 27 stig

85cc kvennaflokkur

  1. Signý Stefánsdóttir, Kawasaki, 47 stig
  2. Bryndís Einarsdóttir, KTM, 47 stig
  3. Margrét Mjöll Sverrisdóttir, Kawasaki, Honda, 40 stig
  4. Una Svava Árnadóttir, Honda, 36 stig
  5. Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Kawasaki, 31 stig

85cc flokkur

  1. Eyþór Reynisson, Honda, 47 stig
  2. Bjarki Sigurðsson, Honda, 41 stig
  3. Jón Bjarni Einarsson, Honda, 38 stig
  4. Hafþór Grant, 37 stig
  5. Gylfi Andrésson, 35 stig

MX- B flokkur

  1. Jónas Stefánsson, Kawasaki 50 stig
  2. Ívar Guðmundsson, Honda, 44 stig
  3. Ingvar Birkir Einarsson, 40 stig
  4. Hinrik Þór Jónsson, 33 stig
  5. Ármann Örn Sigursteinsson, 32 stig

Ítarleg staða í lokaumferðinni SMELLIÐ HÉR
Ítarleg staða í Íslandsmóti í öllum flokkum SMELLIÐ HÉR

Eins og áður sagði voru frekar erfiðar aðstæður á keppninni. Mikil rigning var allan daginn og var reyndar búið að rigna síðan á miðvikudag. Brautin var því mjög blaut en þó skárri en maður þorði að vona. Mikið hafði verið unnið í brautinni og var sú vinna greinilega að skila sér. Eiga þeir sem unnu í brautinni í vikunni miklar þakkir skildar.
Keppnishaldari var Vélhjólaíþróttafélagið VÍK í samvinnu við MSÍ

Myndir má t.d. sjá á mxsport.is og hjá Dalla

Skildu eftir svar