Vefmyndavél

Vinnudagur í Bolaöldu á laugardaginn – MX brautin lokuð!

Stefnt er að því að vera með vinnudag í Bolaöldu á laugardaginn 25. ágúst nk vegna keppna í Íslandsmótunum í motocross og enduro 1. og 2. september. Þá er stefnt að því að vinna í húsinu, vinna í krossbrautinni,  leggja endurobrautina og vinna að almennri tiltekt og endurbótum á svæðinu. Almenn mæting er kl. 12 og eru allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir til starfa. VÍK mun bjóða öllum sem hjálpa til upp á svera hamborgara af grillinu a la "Katoom" ásamt góðu meðlæti að vinnu lokinni. Laghentir og smiðir eru sérstaklega velkomnir

Enduronefndin er búin að leggja línurnar að endurokeppnisbrautinni en fyrir þessa keppni verða lagðar tvær brautir. A-brautin verður mjög krefjandi og nánast öll lögð á nýju svæði og á að reyna verulega á þá sem keppa í Meistaradeildinni. Ekki verður leyft að taka prufuhring fyrir keppni þannig að keppendur ættu að leggja leið sína í Bolaölduna á laugardaginn til að átta sig á brautarstæðinu. Brautin fyrir Baldursdeildina verður aftur á móti lögð um núverandi enduroslóða og er markmiðið að hafa hana tiltölulega greiðfæra og við allra hæfi.

Vonumst til að sjá sem flesta – það er gríðarstórt verkefni að halda motocross og endurokeppni sömu helgina en létt verk ef allir hjálpast að. Sjáumst, nefndir og stjórn VÍK.

Leave a Reply