Vefmyndavél

Miðvikudagsmotocross í kvöld!

Ágæt skráning er í keppnina í kvöld þrátt fyrir óhagstætt veðurútlit  sem fer þó stöðugt batnandi. Í kvöld er spáð léttum skúrum en í dag hefur lítið sem ekkert rignt og hún er því í góðu standi. Á fjórða tug keppenda er skráður og það verður gaman að sjá hvernig þessi tilraun heppnast. Ef einhver vill keppa er séns að bæta þeim inn á staðnum. Hvetjum alla til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.

Leave a Reply