Grasrúllur frá Gunnarshólma

Í gærkvöldi fengum við gefins nokkrar grasrúllur, sem verða notaðar sem hindrun í Endurókeppninni næstu helgi, Rúllurnar fengum við gefins hjá Grasavinafélaginu Gunnarshólma, en jafnframt vorum við beðnir að koma því til skila, að afleggjarinn að bænum hefur þurft óþarflega mikið viðhald við þjóðveginn vegna vélhjóla og eru þeir orðnir nokkuð þreyttir á því hvernig veg-akslirnar spólast niður. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gunnarshólmi við Suðurlandsveginn, fyrir neðan Lögbergsbrekkuna. Meðfram þjóðveginum er leið sem mikið er notuð af hjólafólki og liggur yfir umræddan afleggjara að bænum. Við þökkum þeim kærlega fyrir grasið og biðjum vélhjólafólk um að hafa þetta í huga þegar ekið er yfir aflegggjarann.

Skildu eftir svar