Fyrsta landslið Íslands í motocrossi valið

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) hefur valið fyrsta landsliðið í motocrossi sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Bandaríkjunum í 22. og 23. september. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir landslið í akstursíþróttum útfyrir landssteinana en MSÍ fékk í vor inngöngu í Alþjóðlega mótorhjóla og snjósleðasambandið FIM.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Valdimar Þórðarson á Yamaha hjóli
MX2 Aron Ómarsson á KTM hjóli
Open Einar Sverrir Sigurðarson á KTM hjóli

Liðsstjóri er Hákon Orri Ásgeirsson

Heimasíða hefur verið opnuð fyrir liðið og Motocross of nations. Lénið er http://mxon.motocross.is

Skildu eftir svar