Vefmyndavél

Fyrirlestur í World class Laugum

Opinn fyrirlestur: í World class Laugum Fyrir þjálfara og aðra áhugasama Fimmtudaginn 16. ágúst, klukkan 18.00-19.00
Ókeypis aðgangur. Í hefðbundinni styrktarþjálfun er lögð ofuráhersla á styrktaræfingarnar, einhverjum snerpuæfingum jafnvel bætt við og almenn teygjurútina notuð. Til eru fjöldi

rannsókna sem segja að þetta er ekki leiðin til að þjálfa með meiðslaforvarnir í
huga, og í rauninni þarf ekki rannsóknir til að segja okkur þetta. Hin háa
meiðslatíðni sem er augljós er næg til að benda okkur á að eitthvað má betur fara.

Í þessum klukkustunda langa fyrirlestri verður farið í „nýjungar“ í styrktarþjálfun,
en styrktarþjálfun fyrir íþróttamenn og þá sem vilja almennt lyfta sér til
heilsubótar hafa þróast frá svokölluðum líkamsræktaræfingakerfum (bodybuilding), sem
hafa verið ráðandi, í yfirgripsmeiri æfingakerfi sem leggja áherslu á að styrkja
veikari þætti í stoðkerfi viðkomandi ÁÐUR en meiðsl verða að veruleika. Þessi
hugmyndafræði nýtir sér einnig skynhreyfiþjálfun í ríkum mæli og styrktar- og
snerpuþjálfun með áherslu á rétta líkamsstöðu og notkun dýpri vöðvakerfa. Teygjur
byggja á vöðvalengdarmælingum eða greiningu á stoðkerfi til að vita hvaða vöðva ber
að teygja og hvaða vöðva skal láta í friði. Með þessu móti verður styrktarþjálfun
einstaklingsmiðuð og hámarks árangur næst. Með hámarks árangri er sérstaklega átt
við lægri meiðslatíðni, meiri vellíðan og styrktar- og snerpuaukningu sem nýtist
betur við íþróttaiðkun. Það er ekki furða að styrktarþjálfun erlendis hefur verið að
þróast í þessa átt á seinustu 15-20 árum eða svo. Staðan nú er sú að varla er hægt
að lesa greinar frá styrktarþjálfurum í fremstu röð eða samtökum sem eru ekki
byggðar á ofangreindri þjálfunarhugmyndafræði. Því miður hefur farið lítið fyrir
þessu hér á landi og kennsla í styrktarþjálfun hefur byggst nær eingöngu á
líkamsræktarhugmyndafræði.

í fyrirlestrinum verður farið í hvernig svona æfingarkerfi eru uppbyggð og fræðin á
bakvið þau.

Fyrirlesari: Helgi Jónas Guðfinnsson

NASM og CHEK 2 Einkaþjálfari

Leave a Reply