Vefmyndavél

Bolaöldubraut opin í kvöld

Í gær var prófað í fyrsta skipti jarðvegsherfi sem félagið var að kaupa til að rífa upp og mýkja brautina. Græjan virkaði vonum framar og var brautin orðin geggjuð á þeim stöðum sem kerfið var keyrt.


Í gær og í dag hafa flestir pallar verið lagaðir og í kvöld verður haldið áfram að rífa upp brautina þannig að hún ætti að vera frábær fyrir keppnina á morgun. Brautin verður opin í kvöld en við biðjum menn skilyrðislaust um að hægja á sér þar sem er verið að vinna í brautinni. Við minnum um leið á skráningarfrestinn í bikarkeppnina á morgun hann rennur út kl. 24 í kvöld. Brautarnefndin

Leave a Reply