Vefmyndavél

Ný könnun um MXON

Verið er að kanna áhuga manna á að fara til Budds Creek í USA til að horfa á íslenska landsliðið í motocrossi etja kappi við allar helstu hetjur heimsins í motocrossi. Keppnin er Motocross of Nations og fer hún fram dagana 22. – 23. september 2007.
MSÍ er að vinna með Icelandair um að setja upp pakka fyrir Íslendinga sem vilja fara út og horfa á keppnina. Um er að ræða ferð frá fimmtudegi (eða föstudegi) kl. 17:00 og farið heim á mánudegi kl. 20:00 og lent á Íslandi á þriðjudagsmorgni klukkan 6. Í fyrstu má reikna með að flugmiði og aðgangsmiði á helgina kosti um 70 þúsund en það á eftir að koma betur í ljós – því fleiri þeim mun betra verð. Reiknað er með að gist verði í tjaldi á mótssvæðinu og kannað verður með að leigu á rútu fyrir hópinn ef næg þátttaka fæst.

Vinsamlega takið þátt í könnuninni hér vinstra megin á síðunni.

Leave a Reply