Íslandsmót í motocross á Akureyri

Laugardaginn 4. ágúst heldur KKA 3. umferð íslandsmótsins í motocross á Akureyri. Búast má við spennandi keppni við frábærar aðstæður þar sem KKA hefur lagt mikla vinnu í uppbyggingu svæðisins. Keppni fer fram samkvæmt motocrossdagskrá MSÍ, skráning er opinn til kl. 23:50 miðvikudaginn 1. ágúst. Stöðuna í íslandsmótinu má sjá hér.

Sunnudaginn 5. ágúst verður í fyrsta


skipti keppt í motocross á unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Höfn í Hornafirði. Keppni er fyrir 12 til 18 ára.

Skráning fer fram hér á síðunni en skráningargjald greiðist á keppnisstað og er 5.500kr. Aðeins er eitt skráningargjald óháð því hvað keppt er í mörgum íþróttagreinum. Keppt verður í fjórum flokkum.

85cc strákar
85cc stúlkur
125cc strákar (MX unglingaflokkur til 18 ára)
125cc stúlkur (Opin kvennaflokkur til 18 ára)

Æfingar og keppni hefjast kl. 12 sunnudaginn 5. ágúst.

Til upplýsingar fyrir þá sem keppa á Akureyri 4. ágúst þá er vegalengdin milli Akureyrar og Hafnar 450km með því að fara Öxi annars 511km yfir Breiðdalsheiðina.

Skildu eftir svar