Vefmyndavél

Foreldraráð

Til stendur að stofna foreldraráð innan Vélhjólaíþróttafélagsins VÍK og leitar stjórn félagsins eftir áhugasömum foreldrum til að taka að sér setu í ráðinu. Ráðið mun fá það merka verkefni að vinna með stjórn félagsins að framtíðarskipulagi í barna- og unglingamálum félagsins.

Fjölgun barna og unglinga í félaginu hefur verið mikil og sinna þarf að natni uppeldis- og þjálfunarmálum þeirra. Þátttaka barna og unglinga er nú orðin "lögleg" svo það er ekki seinna vænna að taka á málinu. Áhugasamir sendi sem fyrst póst á eis@keppn.is

Leave a Reply