Þolakstur á Akureyri

Laugardaginn 16 júni fór fram 3 og 4 umferð í enduro á Akureyri. Mótið var mikil skemmtun, brautinn krefjandi og skemmtileg á að horfa, erfiðar brekkur og lækjarfarvegur skemmtu áhorfendum. Veðrið lék við keppendur og fjölmarga áhorfendur. Keppendur voru um 100 og var keppt í þremur flokkum Meistaradeild, Baldursdeild og í tvímenningi.

Meistardeild er keyrð í tveimur umferðum og er hvor umferð 90 mín. Þar var hörkubarátta og endaði Kári Jónson sem sigurvegari, Einar Sigurðarsson var annar og

í þriðja sæti varð Valdimar Þórðarson. Í fimmta sæti og efstur af norðanmönnum var Baldvin Þór Gunnarsson, hann er að keppa á sínu fyrsta ári í meistaflokk en hann varð Íslandsmeistari í Baldursdeild 2006.

Tvímenningur er keyrður með meistaraflokk en þar keyra tveir ökumenn saman og geta þeir skipst á að keyra. Þar voru sigurvegar Brynjar Þór Gunnarsson og Jóhannes Sveinbjörnsson eftir mikla baráttu við Hauk Þorsteinsson og Arnór Haukson. í þriðja sæti komu svo norðlendingarnir Jóhann G Arnarsson og Helgi Reynir Árnason.

Baldursdeild er keyrð í tveimur umferðum og er hvor umferð 45 mín. Þar sigraði Dalvíkingurinn Ómar Þorri Gunnlaugsson og annar var Akureyringurinn Kristófer Finnsson og í þriðja sæti Benedikt Hermansson.

Mótanefnd KKA

Skildu eftir svar