Vefmyndavél

Stóra MX-brautin í Bolaöldu lokuð í dag

Motocrossbrautin í Bolaöldu verður lokuð í dag, sunnudag vegna viðhalds og lagfæringa á brautinni. Búið er að setja niður 20.000 lítra vatnstank ofan við brautina þannig að nú er fljótlegt að bleyta brautina þegar þurrt er. Litlu brautirnar og enduroslóðarnir eru að sjálfsögðu opnir. Brautin í Álfsnesi opnar í dag kl. 13 eftir miklar lagfæringar. Í gær var brautin vökvuð að hluta með haugsugunni þannig að hún ætti að vera í sínu besta formi. Munið eftir að líma miðann á hjólið – dagspassar fást hjá N1 í Mosfellsbæ.

Leave a Reply