Stelpuferð Nitró á morgun

Stelpuenduroferð Nítró verður farin laugardaginn 23. júní. Þessi ferð er fyrir allar stelpur, bæði byrjendur og lengra komnar, Ath. að hjól eins og pittbike sem eru á litlum dekkjum henta ekki í þessa ferð. Mæting er á N1 Ártúnshöfða kl. 9:30 og lagt af stað stundvíslega kl. 10:00. Hjólað verður í nágrenni Bolöldu. Þessi ferð er í boði Nítró og verða aðstoðarmenn með í för. Einnig verður boðið uppá grillmat og drykki. Vonast til að sjá ykkur sem flestar, líka ykkur sem eru ekki í hjólaformi en hafið aðgang að hjóli.

Skildu eftir svar