Púkaæfing – Álfsnesi – uppfært

Mánudaginn 25 júní nk kl 18:00 verður haldin púkahittingur á Álfsnesi. Við erum að halda uppá nýja lagasetningu sem gerir yngstu kynslóðinni loks kleift að stunda motocross íþróttina – loksins. Hittingurinn er hugsaður fyrir ökumenn á hjólum af stærðinni 50cc-85cc. Þessi allra minnstu og byrjendur. Allir krakkar fá veitingar í boði 10/11 og SS. Ekið verður í byrjenda- og unglingabrautinni og verða þær lokaðar þeim sem ekki eru skráðir í púkahittinginn frá kl 18 á

mánudagskvöldið. Ekki þarf að kaupa miða í brautina. Kennari verður með tilsögn á staðnum fyrir þá allra yngstu. Og í lokin fá allir krakkar motocross-verðlaunapening fyrir þátttökuna! Foreldrar – búið börnin vel og munum að fara varlega! Við sjáum um öryggið á svæðinu og við ætlum að halda góðu orðspori á íþróttinni. Til þess að taka þátt þarf að skrá viðkomandi. Þeir sem vilja skrá sig sendið póst sem allra fyrst á spitfire@vortex.is með nafni viðkomandi ökumanns (og hjólategund). Sjáumst hress!
Kveðja Púkaforeldrar

Skildu eftir svar