Miðalausir í lokaðri Álfsnes braut!

Eins og flestir vita standa miklar framkvæmdir yfir í Álfsnesbrautinni og hefur hún verið auglýst lokuð undanfarna daga og amk. fram á sunnudag. Í gærkvöldi voru samt tveir gripnir miðalausir í LOKAÐRI brautinni. Þetta er viðkomandi til háborinnar skammar en þeir höfðu opnað hlið sem var lokað til að komast inn í brautina og valdið á henni skemmdum þar sem hún er ekki

fullkláruð.

Einar Bjarnason í Álfsnesnefndinni þekkti til annars þeirra Ómars Djermoun ( ice limmó ) og en félagi hans er ónafngreindur en veit væntanlega upp á sig skömmina. Ekki bætti úr skák að Ómar svaraði Einar með skömmum og svívirðingum þegar Einar hringdi í hann stuttu síðar.

Stjórn VÍK og brautarnefndirnar hafa barist hart gegn miðalausum ökumönnum og svona framkomu undanfarið og verður engin undantekning gerð hér. Viðkomandi ökumönnum er því meinaður aðgangur að brautum félagsins næstu fjórar vikur t.om 22. júlí. Ef einhver veit hver félagi Ómars var í gærkvöldi óskum við eftir upplýsingum um það. Stjórn VÍK

Skildu eftir svar