Kári vann á Álfsnesi

Mynd: Birgir Már Georgsson; motocross.isKári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig.

Keppnin var haldin af Vélhjólaíþróttafélaginu VÍK í samvinnu við MSÍ og var blíðskaparveður og aðstæður góðar. Brautin var reyndar frekar þung og blaut eftir rigningar síðustu daga en þó hin ágætasta.

Úrslit í öðrum flokkum voru eftirfarandi: (nákvæmari úrslit má finna hér)

85cc flokkur (frá 12 ára)

 1. Eyþór Reynisson   50 stig
 2. Luke Capsticks (U.K.)  42 stig
 3. Jón Bjarni Einarsson   38 stig

85cc flokkur kvenna (frá 12 ára)

 1. Stacey Marie Fisher (U.K.) 50 stig
 2. Bryndís Einarsdóttir 44 stig
 3. Margrét Mjöll Sverrisdóttir 30 stig

Opinn flokkur kvenna

 1. Karen Arnardóttir  50 stig
 2. Sandra Júlíusdóttir 38 stig
 3. Anita Hauksdóttir 38 stig
 4. Margrét Erla Júlíusdóttir 38 stig

MX-B flokkur

 1. Jónas Stefánsson 50 stig
 2. Atli Már Guðnason 44 stig
 3. Ellert Ágúst Pálsson 38 stig

MX Unglingaflokkur (frá 14 ára)

 1. Heiðar Grétarsson 75 stig
 2. Sölvi Sveinsson 52 stig
 3. Helgi Már Hrafnkelsson 52 stig

MX2

 1. Brynjar Þór Gunnarsson 31 stig
 2. Pálmi G. Baldursson 16 stig
 3. Ágúst Már Viggósson 12 stig

MX1

 1. Kári Jónsson 72 stig
 2. Einar Sverrir Sigurðarson 64 stig
 3. Hjálmar Jónsson 57 stig

Skildu eftir svar