Vefmyndavél

Hljóðstyrkur

Við skoðun hjóla í Álfsnes keppninni vöru tekin út nokkur hjól og hljóðstyrksmæld.Í reglum MSÍ er hávaðatakmörkun við 102db (desibel) í keppnisreglum 2007 og hefur verið óbreytt í nokkur ár. Bandaríkin hafa viðmiðin 99db fyrir crosskeppnir en 96db fyrir Endurokeppnir (sumstaðar jafnvel niður í 93db).

Til að útskýra hljóðstyrk mældan í db (desibel) er munurinn á milli 92db og 95db í raun tvöfaldur. Fyrir hver 3db í aukningu þarf tvöfalt meiri orku til að framleiða styrkaukninguna. Tvö hjól þar sem hvort mælist

92db ferðast samhliða geta gefið frá sér 95db hljóðstyrk.

Þetta er í fyrsta skipti sem athugun er gerð á þessum þætti hjólanna.

Við slíka athugun skal nota hljóðstyrksmæli (db mæli) ásamt
snúningshraðamæli. Þar sem við höfðum ekki snúningshraðamæli var
keppendum bent á að gefa hjólunum inn þannig að um 1/2 af
hámarkssnúningshraða vélar væri haldið meðan mælt var. Tilfinning
keppanda fyrir þessum þætti er mjög misjafn og því er þessi fyrsta
mæling ekki að fullu marktæk en við látum útkomuna samt fylgja hér á
eftir til upplýsinga.

Lægsta mæling 92,8 db
Hæsta mæling 114,9 db en sá keppandi var á 250cc hjóli með opið púst
(kraftpúst)

150cc 4t 99db
250cc 4t 110,2db
85cc 2t 98,4db
85cc 2t 92,8db
85cc 2t 93,3db
250cc 4t 110,1db opið púst
250cc 4t 114,9db opið púst
250cc 4t 106,7db 2ja pústa
125cc 2t 100,8db
125cc 2t 101db
450cc 4t 94,3db nýpakkað original púst
250cc 4t 106,8db opið púst
450cc 4t 109,8db opið púst (120,4db full gjöf)
450cc 4t 96db (112db full gjöf)

Mælingar voru einnig gerðar í ræsingu í 5 umferðum í keppninni sjálfri.
Mælirinn var staðsettur þar sem keppendur gátu verið komnir á fulla gjöf
eftir fyrstu beygju, fjarlægð frá braut var um 15 metrar eða utan við
girðingu sem heldur áhorfendum frá brautinni. Niðurstöður mælinga voru
eftirfarandi :

Stelpur 94db
85cc 97db
125 unglinga 100,4db
MX1 99,5db
MX2 98,9db

Hér hefur áhrif hversu mörg hjól eru í hverjum flokki samanber 125
unglinga þar sem flest hjólin eru í ræsingu. Eftir ræsingu þegar dreifst
hafði úr keppendahópnum var hljóðstyrkurinn frá 89db til 92db í stærri
flokkunum. Það kom þó verulega á óvart að eitt hjól var með áberandi
mesta hljóðstyrk en það var 250cc tvígengishjól með 96,6db.

Það er full ástæða fyrir okkur hjólafólk að hugsa um þennan þátt til
þess að við fáum frið með þau svæði sem við viljum hjóla á. Hluti þeirra
hjóla sem taka þátt í keppnum eru notuð til að ferðast á um hina ýmsu
slóða landsins og viljum við ekki fá fólk upp á móti okkur sökum óþarfa
hávaða frá hjólum okkar. Mikill hávaði í langan tíma þreytir alla sem að
keppnum koma, bæði starfsmenn sem og keppendur.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hljóðstyrks mál í sportinu er bent á
efirfarandi krækjur :

http://www.ama-cycle.org/legisltn/soundbook.pdf
http://www.ohv.parks.ca.gov/default.asp?page_id=23037
http://www.mic.org/mic.cfm?spl=2&action=display&pagename=MIC%20Downloads
http://www.nohvcc.org/education/soundmanual.asp
http://sunvalleymotocross.com/SoundTest.aspx
http://www.thumperfaq.com/sound.htm

kveðja

Ásgeir Örn Rúnarsson
#282

Leave a Reply