Þyrla í útsýnisflugi á Klaustri

Þyrluþjónustan ætlar að bjóða uppá útsýnisflug á meðan keppnin er á Klaustri Það verður án efa tilkomumikið að sjá alla brautina úr lofti þegar 200 hjól eru á ferðinni og örugglega margir áhorfendur/aðstandendur sem ekki hafa séð nema það brot brautinni sem er næst pittinum og startinu. Verðið verður 6000kr/fullorðin og 4500kr börn yngri en 12ára fyrir 10mín flug Spáin lofar góðu þannig að þetta verður einstakt tækifæri og bara gaman.
Með kveðju Reynir Þyrluþjónustunni og teamXslow

Skildu eftir svar