Skráning hafin í unglinga og kvenna keppni á Klaustri

Skráning er hafin í unglinga- og kvennakeppni á Trans-Atlantic Off-road challenge sem haldin verður 26.maí n.k. á Kirkjubæjarklaustri. Þátttaka er ókeypis en skilyrði er að menn og konur komi með tímatökukubb (rauða kubbinn) á hjólinu. Ekki er hægt að fá leigðan sendi en fólk þarf að fá lánaðan kubb.

Skráningin fer fram í félaga- og skráningarkerfinu hér og lýkur henni 21.maí kl .23.59.

MUNIÐ: Lesið allar leiðbeiningar hér vinstra megin undir Klaustur 2007. Þar eru allar reglur, dagskrá, leiðbeiningar um lykilorð inná kerfið osfrv.


Skildu eftir svar