Númer og uppröðun á Klaustri

Þá er búið að úthluta öllum keppnisnúmerum á Klaustri og raða á ráslínuna. Ákveðið var að raða eftir eftirfarandi reglum.

  1. Fyrstu 2 sætin – heiðurssæti
  2. 3-30 árangur í fyrra og útlendingar
  3. 31-234 Tími skráningar

Tekið var tillit til hversu snyrtilega var fyllt út í skráningarreiti og allt óþarfa betl um betra númer og betri rásstað varð til þess að menn nutu ekki vafans.

Í númeraúthlutun var reynt að veita öllum þeim sem sóttu um númer það sem þeir báðu um. Vinsælasta númerið var 1 en því miður gátu ekki allir verið með það. Margir eru með sama númer og rásstaðurinn sinn en ekki allir. Menn eru beðnir um að læra bæði utanbókar, númerið sitt og rásnúmerið sitt. Á keppnisdag verður nógu mikið stress þannig að maður með rásnúmer 124 er beðinn um að læra utanbókar að hvar hann er í röðinni!! Það eru 15 í hverri röð á ráslínu.

Hér má svo sjá uppröðunina

Ef menn hafa  einhverjar athugasemdir hafið samband við vefstjori@motocross.is eingöngu.

1. röð. Keppendur 1 – 15
2. röð. Keppendur 16 – 30
3. röð. Keppendur 31 – 45
4. röð. Keppendur 46 – 60
5. röð. Keppendur 61 – 75
6. röð. Keppendur 76 – 90
7. röð. Keppendur 91 – 105
8. röð. Keppendur 106 – 120
9. röð. Keppendur 121 – 135
10. röð. Keppendur 136 – 150
osfrv

Skildu eftir svar