Vefmyndavél

Klaustur – lækkaður lágmarksaldur – 3 konur saman í liði!

Þær breytingar hafa verið gerðar að lágmarksaldur í stóru keppninni er miðaður við fæðingarár 1992 þannig að þeir sem eru löglegir í 125 flokki geta nú skráð sig í stóru keppnina á stóru hjóli (125T-250F) ef þeir telja sig klára í þann slag og fá til þess leyfi foreldra eða forráðamanna.

Einnig verður boðið upp á þann möguleika að þær hressu konur sem hafa áhuga á að taka þátt í stóru keppninni geta nú skráð sig þrjár (3) saman í lið. Við vonum að sem flestar konur taki áskoruninni og skipi sér saman í lið.

Það er gert með því  að skrá tvær fyrstu með hefðbundnum hætti og senda svo tölvupóst á vefstjori@motocross.is um þriðju manneskjuna.  Skráningargjaldið er 6.000 kr. á mann í tveggja manna keppnina – þriggja manna kvennalið greiðir sama heildargjald eða 4.000 kr. á haus.

Athugið að skráningu í keppnina lýkur 10. maí nk. Athugið að koma upplýsingum um breytingar á skráningu eða fyrirspurnum á vefstjori@motocross.is sem fyrst.

Upplýsingar og kráning í unglinga/kvennakeppnina birtast hér á motocross.is á næstu klukkustundum

Mótsstjórn TOC

Leave a Reply