Vefmyndavél

Fræðslufundur á miðvikudaginn

Nú styttist í seinni hluta fræðslufunda MSÍ og VÍK um slóðamál sem haldin verður í félagsheimili VÍK í Bolaöldu kl. 20. næstkomandi miðvikudag. Fundurinn fyrir viku var vel sóttur og mikill hugur í fundargestum.  Dagskrá fundarinns á miðvikudaginn hefur tekið smávægilegum breytingum frá áður útgefinni dagskrá.  Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi Alþingiskosningum, mun kíkja í heimsókn kl. 21.00 og bjóða fundargestum upp á bakkelsi. 

Annars þá lítur dagskráin svona út

* Hvað segja nýfallnir dómar okkur um stöðu hjólafólks á slóðum. UMSÍ hefur fengið álit lögmanns á öllum dómum sem fallið hafa á undanförnum árum og snúa að utanvegaakstri. Rýnt verður í álit lögmannsins. Hvernig stendur vélhjólafólk í öðrum löndum?

* Rikki hjá R.Sigmundssyni segir okkur frá Garmin GPS-tækjum fyrir mótorhjól, Íslandskortinu og mapsourse. R.Sigmundsson bíður öllum fundargestum 10% afslátt af Garmin tækjum og aukabúnaði, ásamt 18% afsláttar af Íslandskortinu.

* Kaffihlé og pólitískar umræður í boði Framsóknarflokksins.

* Hjörtur L Jónsson ætlar að taka fyrir heimili enduro-guðsins, NV-land. Þetta er svæði sem ekkert hjólafólk ætti að láta fram hjá sér fara.

* Norður- og austurland bjóða upp á marga möguleika fyrir hjólafólk. Að auki verður sagt frá hálendinu og þeim svæðum sem hjólafólk sækir helst til.

Leave a Reply