Frábærar mæting

Það var húsfyllir í félagsheimili VÍK í Bolaöldu á fræðslufundi MSÍ og VÍK í gær. Umhverfisnefnd MSÍ vill þakka þeim 50 sem mættu, öllum sem tóku til máls, Siv fyrir veitingarnar (www.siv.is), Hirti fyrir gagnlegar upplýsingar og Rikka kynninguna á Garmin og Mapsource.  Vegna þess hve viðtökurnar voru góðar á þeim tveimur fundum sem haldnir hafa verið, mun UMSÍ standa fyrir fundum í lok hvers mánaðar í allt sumar. Þar munum við halda áfram að miðla upplýsingum um góða siðu og auðvitað hjólaleiðirnar okkar.

Skildu eftir svar