Vefmyndavél

Bolaöldubrautin lokuð á föstudag og til kl. 14 á laugardag

Vegna lagfæringa og breytinga verður stóra motocrossbrautin í Bolaöldu lokuð á morgun föstudag og til kl. 14 á laugardaginn. Stefnt er að því breyta ákv. köflum, setja fleiri palla og lengja brautina og klárast sú vinna vonandi sem fyrst. Unglinga- og byrjendabrautirnar verða líka lokaðar á laugardag vegna lagfæringa. Endurohringurinn á flatanum út frá bílastæðunum er opinn og eins sandurinn í Jósepsdal. Ath. það er enn bleyta í slóðunum – snúið frekar við en að keyra út fyrir slóðanum þar sem er drulla.

Brautin er í mjög góðu ásigkomulagi núna og ljóst að jarðýtan sem félagið keypti er að sanna sig svo um munar. Nú er hægt að rífa upp harða kafla og kanta og slétta brautina mun reglulegar en áður. Þegar brautin er rifin upp myndast betri aksturslínur og við losnum við að slæda á lausum smásteinum á hörðu undirlagi – hrein snilld.

Um helgina munum við líka fá beltagröfu með hörpuskóflu til að sigta grjótið úr köflum þar sem enn er að koma upp steinar. Þetta er sams konar græja og við fengum í fyrrasumar með góðum árangri. Það má því búast við frábærri braut eftir hádegi á laugardaginn.

Kveðja, brautarnefnd

Leave a Reply