Æfing í kvöld

Æfingin hjá Dean Olsen tókst ekki sem skildi í gær en eins og einhverstaðar stendur "fall er fararheill" það var svo svakalega mikið ryk í brautinni að það var einfaldlega ekki hægt að nota brautina og þar að auki verða fyrstu æfingarnar haldnar á sléttri braut eða á sléttlendi ekki í crossbraut.

Við ætlum að fara með æfingarnar uppí Jósepsdal og ætlunin er að hittast við Crossbrautina (húsið) í Bolaöldu og hjóla þaðan uppí Jósepsdal.

Ekki þarf að greiða brautargjald að þessu sinni þar sem við komum ekki til með að nota Crossbrautina.

ATH! Við viljum biðja þá sem á námskeiðinu verða að koma með stand með sér þar sem hjólið getur staðið uppá (ekki þríhyrning).

Sjáumst hress í kvöld það er að segja 85cc 18:-19:30 og stelpur 19:40 – 21:10.


Skildu eftir svar