Ljósmyndakeppni motocross.is í allt sumar

ein mynd
Motocross.is mun standa fyrir ljósmyndakeppni í allt sumar. Keppt verður í 4 flokkum:

  • Krakkaflokkur (myndir af krökkum)
  • í keppni
  • Á ferð um landið
  • Fólk

Veitt verða verðlaun í öllum flokkum en fyrir ljósmynd ársins mun verða veittur glæsilegur farandbikar á árshátíð VÍK í haust.

Keppnin er til 30 sept og verða myndirnar að vera teknar fyrir þann tíma. Einkunnagjöf verður á netinu og svo mun dómnefnd gilda 50% á móti.

Sjá reglur nánar hér fyrir neðan:

  1. Myndirnar þurfa að vera á digital formi (.jpg)
  2. Myndirnar þurfa að vera teknar og skilað inn á tímabilinu 1.apríl til og með 30.sept 2007 (EXIF upplýsingar gilda)
  3. Motocross.is áskilur sér rétt á að nota myndirnar á vefnum.
  4. Myndir á að senda á vefstjori@motocross.is – eina í einu
  5. Myndirnar verða birtar á http://motocross.vefalbum.is
  6. Verðlaun fyrir Ljósmynd ársins verður veglegur farandbikar sem afhentur verður á árshátið VÍK þann 20. október 2007.
  7. Önnur verðlaun verða auglýst síðar.
  8. Dómnefnd gildir 50% á móti úrslitum í netkosningu. Staðan á netkosningu gildir 30.sept kl.23.59.
  9. Keppt er í 4 flokkum:
    Krakkaflokkur: myndir af krökkum og þeim sem keppa í unglingaflokkum (16 ára og yngri)
    Í keppni: enduro, ísakstur, motocross, speedway, klifur ofl
    Á ferð um landið: ferðalög, hálendið, láglendið ofl
    Fólk: lífið í pittnum, áhorfendur, stuðningsmenn, mekkar ofl.

Skildu eftir svar