Fjölskyldudagur í Bolaöldu á skírdag

Um síðustu páska var haldin páskaskemmtikeppni sem þótti takast með ágætum fyrir bæði áhorfendur og keppendur (fyrir utan Jóakef). Margir hafa haft samband við mig til að kanna hvort þetta verði ekki árviss atburður. Í mörgum tilfellum hef ég svarað því játandi, en nú verð ég að játa mig sigraðan. 

Ákvörðun um að fresta þessari keppni og reyna að láta hana fara fram á Sumardaginn fyrsta. Ástæðan er að frost er að fara úr jörðu og það verður hægt með nokkurri vinnu að opna næstu daga á Bolaöldum. Þegar halda á keppnir fer í það töluverð vinna. Í stað þess að gera klárt fyrir keppni tel ég tíma mínum betur varið í að gera Bolaöldurnar klárar fyrir opnun og fresta keppninni í staðinn.  Þess í stað verður stefnt á að opna Bolaölduna á fimmtudaginn með fjölskyldudegi. Á miðvikudag kemur jarðýta í motocrossbrautirnar og lagar þær. Þangað til eru allar brautir á Bolaöldum lokaðar.
Fyrirhugað er að opna motocrossbrautirnar kl 10.00 og ekki mínútu fyrr eða síðar. Kaffi og kakó með bakkelsi verður í boði VÍK í húsinu. Reynt verður að fá fjórhjólaleiguna til að vera með sérstaka fjórhjólapakka fyrir fjölskyldumeðlimi VÍK á góðu verði. Nánari tilhögun dagsins kemur á vefinn mjög fljótlega.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson, liklegur@internet.is
GSM: 694-9097 Heima: 588-7939

Skildu eftir svar