Drullugur fjölskyldudagur

Einn skítugur
Við feðgarnir viljum þakka fyrir góða stemningu í Bolöldu. Sjálfsagt margir 
foreldrar sama sinnis  – og bara gaman að hrósa fyrir það sem er gott.
Brautirnar voru eins og við var að búast – drullusvað – en það er bara hollt og gott (spyrjið bara útlendingana sem kaupa drullu úr Bláa Lóninu fyrir stórfé og þykir fínt).  Sumsé, hið besta mál. Byrjenda/púkabrautin var ágæt en á eftir að klára hana. Gott væri að sjá meiri beygjur og litla palla. Meiri tækni og minni hraði.

Annars er gaman að sjá að sportið er að þokast nær því sem gerist í siðmenntuðum löndum í kringum okkur. Það er góðri stjórn og vinnu að þakka. Ég hvet svo menn að vera samviskusama að borga sig inn í brautirnar.

Pabbi og púki.


Skildu eftir svar