Allt á fullu í Skagafirðinum

Það er allt að gerast á Sauðárkrók þessa dagana. Verið er að gera miklar endurbætur á svæði Vélhólaklúbbs Skagafjarðar. Byrjað var á að laga brautina og girðinguna í kring um hana, einnig er verið að vinna í að koma klúbbhúsinu í stand, en þar þarf að klæða að innan, mála, laga glugga og fl. Enn er verið að vinna í brautinni og koma fyrir heljar miklu ræsi, þar sem verður ekið í gagn í framtíðinni inn í brautina. Vélhjólaklúbburinn fjárfesti í ýtu til að halda brautinni við, en það er CAT D3 græja sem má sjá á myndinni.

Þess má geta að öllu efni sem kom úr aurskriðunni um daginn var ekið á svæðið og kemur sér vel í þessari vinnu. Brautin er að sjálfsögðu lokuð á meðan framkvæmdum stendur, en verður svo opnuð með pompi og pragt að þeim loknum. Óskum Skagfirðingum til hamingu með þetta !
Nánar um brautina og framkvæmdirnar á Morgan.is

Skildu eftir svar