Vefmyndavél

Trialsnámskeið hjá Steve Colley

Eins og flestir vita slasaðist trialsmeistarinn Steve Colley nýverið. Kallinn virðist hinsvegar vera á góðum batavegi og að verða búinn að uppbóka sig næsta sumar í kennslu, sýningar og keppnir. Það er hinsvegar laus tími hjá honum um miðjan maí og hugmyndin var að fá Colley til landsins til að halda helgarnámskeið fyrir trialsökumenn – þeas EF næg þáttaka næst. Verðið ræðst af fjölda þáttakenda en gæti verið um 15 þúsund. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið endilega sendið mér línu.
spitfire@vortex.is
ÞK

Leave a Reply