Rhino enn á fullu, nú í WORCS

Ryan Huges á Suzuki RMZ-450 er sko ekki dauður úr öllum æðum. Hann sigraði þriðju umferð WORCS, sem var mjög erfið og krefjandi. Hitastigið var fáránlegt, eða um 37°c, en eftir tveggja tíma keppni var hann búinn að ná mínútu forskoti á Kurt Caselli á KTM XC-250 sem keyrði líka fantavel og hafnaði í öðru sæti. Robby Bell á Hondu var þriðji, en hann hefur aldrei gert betur en það, þannig það er allt að gerast hjá honum, og gaman að fylgjast með hvort framhald verður á þessari velgengni.

Skildu eftir svar