Vefmyndavél

Greiða félagsgjöldin sem fyrst!

Ágætu félagar, nú þurfum við virkilega á því að halda að menn fari að greiða félagsgjöldin. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er farið að vora. Bolaldan hefur reyndar ekki farið vel út úr leysingunum undanfarna daga og er nú djúpt vatn þar sem brautin á að vera. Það varir samt ekki lengi og nú þegar er farið að leggja á ráðin með nýja slóða, stækkun á brautinni, nýja stökkpalla og fleira skemmtilegt.

Þetta kostar peninga auk þess sem félagið keyrði vel fram úr fjárhagnum á síðasta ári við uppbyggingu á svæðinu. Því viljum við hvetja alla félagsmenn og konur til að greiða félagsgjaldið sitt sem fyrst til að létta undir fjárhagnum fyrir sumarið. Hægt er að greiða félagsgjaldið hér með kreditkorti eða senda tölvupóst á vik@motocross.is til að millifæra.

Þá má minna á það að fjölskyldugjald VÍK er aðeins 7.000 kr. og þá geta allir fjölskyldumeðlimir skráð sig í félagið. Þið getið sent tölvupóst á vik@motocross.is til að fá upplýsingar um fjölskyldugjaldið og hvernig þið skráið fjölskyldumeðlimina í félagið.

Þeir sem greiða félagsgjaldið njóta afsláttarfríðinda hjá fjölmörgum samstarfsaðilum félagsins s.s. Bílanaust, öllum umboðunum og fleiri. Unnið er að söfnun tilboða fyrir félagsmenn og er listinn þegar orðinn langur og verður birtur fljótlega. Félagsmenn greiða einnig lægri gjöld í motocrossbrautir félagsins og býðst líka að kaupa árskort. Félagsmenn keyra einnig frítt í öllum enduroslóðunum í Bolöldu. Það er því engin spurning að það margborgar sig að vera með okkur og greiða félagsgjaldið í VÍK.

Kveðja, stjórn VÍK.

Leave a Reply