„Klaustur“ verður áfram á Klaustri!

VÍK hefur  náð samkomulagi við landeigandann á Efri-Vík um að Klausturskeppnin verði haldin á sínum stað laugardaginn 26. maí, amk. þetta árið. Keppnin hefur verið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og ferðaþjónustuna á staðnum auk þess sem brautin býður upp á frábæra blöndu af sandi og grashólum. Við munum ræða um framhald á keppninni til næstu ára en annars munum við fara í það fljótlega að leita að öðru ekki síðra keppnisstæði.
Kveðja, Hrafnkell formaður.


Skildu eftir svar