Paris – Dakar Sérleið 11 og 12

Skipuleggjendur keppninar þurftu að breyta dagskránni einu sinni en vegna hryðjuverkahópa sem hafa stundað mikil mannrán þarna svo sérleið 11 var felld niður og var því eingöngi leiðin frá Nema til Ayoun ekin sem ferjuleið og fengu keppendur því þarna hálfgerðan hvíldardag.
Leið 12 liggur frá Ayoun til Kayes og er 484 km og þar af eru 257 km á sérleiðum.
Keppendur eru nú komnir úr eyðumörkinni og verður dagurinn nú keyrður á slóðum,  gegnum skóg á


 nokkrum stöðum og í gegnum þorp, munu hraði og rötun skipta sköpum í dag..

Inná 12 sérleið voru ræstir 140 keppendur á hjólum svo það hefur fækkað mikið í hópnum.

Þeir voru margir sem áttu í erfiðleikum með að rata og urðu úrslit dagsins nokkuð óvænt, á tímastöð sem staðsett er 118 km inná leiðinni voru 11 hjól í hnapp þar sem menn treystu á að einhver af þeim vissi leiðina.
Isidre Esteve Pujol KTM sem var ræstur 13 nýtti sér þetta ástand og þegar leiðin var hálfnuð var hann með langbesta tíma, þegar leið á keppnina grisjaðist nú þessi hjólahópur og voru þeir félagar David Casteu KTM og Cyril Despres KTM ásamt forustumanninum Marc Coma KTM og Janus Vinters KTM í hörkukeppni í átt að endamarki.
Frans Verhoeven KTM sem hafði leitt þennan hóp í soldin tíma datt illa á og slasaðist hann á báðum öxlum og datt þar af leiðandi úr keppni.
Isidre Esteve hélt forustu sinni alla leið og vann sinn annan sérleiðarsigur í keppninni og sinn áttunda í heildina.
Annar í mark og frekar óvænt kom svo portúgalinn Paulo Goncalves HONDA 450, kom 3min og 3 sek á eftir og er það hans besti árangur til þessa í Dakar keppninni, sama má segja um pólverjan Jacek Czachor KTM sem kom þriðji í mark.
Píparar eiga sinn fulltrúa þarna því Suður Afríkumaðurinn Tom Classen KTM kom öllum á óvart og kláraði 4 í dag og Fabien Planet KTM kom svo fimmti.
Heildarstaðan er svo til óbreytt þrátt fyrir þessi úrslit, það er helst að David Casteu KTM getur kannski leyft sér að slaka smá á því hann jók bilið milli sín og næsta manns sem er Cris Blais KTM um 6 min og eru núna um 30 mín á milli þeirra.
Forustumennirnir  Marc Coma KTM, Cyril Despres KTM og Helder Rodrigues YAMAHA lentu allir í að villast inná leiðinni og komu þeir í mark í kringum 15 sætið.

Lokastaða 12 sérleiðar er:
1. Isidre Esteve Pujol KTM með tímann 3h34´46     meðalhr. 71.8km
2. Paulo Goncalves HONDA með tímann 3h37´49     +3´03
3. Jacek Czachor KTM með tímann 3h38´50     +4´04
4. Tom Classen KTM með tímann 3h41´59     +7´13
5. Fabien Planet KTM með tímann 3h42´48     +8´02
6. Pal Anders Ullevalsete með tímann 3h44´50     +10´04

Heildarstaðan eftir 12 sérleiðar er:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 44h47´16     meðalhr. 91.3km
2. Cyril Despres KTM með heildartímann 45h40´04     +52´48
3. David Casteu KTM með heildartímann 45h57´29     +1h10´13
4. Cris Blais KTM með heildartímann 46h28´49     +1h41´33
5. Pal Anders Ullevaleter KTM með heildartímann 46h52´20     +2h05´04
6. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 47h22´20     +2h35´04
7. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 47h44´10     +2h56´54
8. Janis Vinters KTM með heildartímann 48h16´16     +3h29´00
9. Michel Machini YAMAHA með heildartímann 48h23´51     +3h36´35
10. Thierry Bethys HONDA með heildartímann 48h40´40     +3h53´24

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar