Vefmyndavél

Paris Dakar Dagur 2

Leið dagsins liggur frá bænum Portimai í Portugal til Malaga á Spáni.
Dagleiðin er 507 km í það heila en samt ekki nema 67 km á sérleið og er hún sú styðsta í keppninni.
Þrátt fyrir að vera stutt þá er hún alls ekki auðveld, þessi leið liggur um fjallendi og er undirlag hart og getur í bleytu orðin mjög hált svo keppendur fara frekar hægt og örugglega þessa leið.
Helder Rodrigues(Portúgali) á YAMAHA sá við félaga sínum Ruben Faria(Portúgali) sem einnig ekur YAMAHA í dag og ók leiðina á 1 mín og 3 sek fljótari og er þar með komin með 47 sek forskot í heildina.
Isidre Esteve Pujol(Spánverji) á KTM kláraði 3 og heldur 3 sæti yfir heildina 6min36sek frá 1 sæti, David


 Casteu(Frakki) á KTM hélt sínu 4 sæti frá í gær og heldur 4 sæti yfir heildina.
Sigurvegari 2006 Mark Coma(Spánverji) á KTM er að sækja í sig veðrið frá í gær, endaði daginn í 5 sæti sem hleypir honum uppí 8 sæti í heildina.
Cyril Depres á KTM sem sigraði 2005 lenti í vandræðum á leiðinni og kláraði í 24 sæti í dag og er í 11 sæti yfir heildina.
Hástökkvari dagsins öllum að óvörum er Klaus Pelzmann(Austurríki) á KTM, hann var í 187 sæti eftir dag einn en með snilldarakstri þá endaði hann daginn í 20 sæti og hækkaði sig í heildina um 22 sæti, er núna í 165 dæti yfir heildina.
Staðan í heildina eftir dag 2 er eftirfarandi:
1. Helder Rodrigues YAMAHA með tímann 2:25´07
2. Ruben Faria YAMAHA með tímann 2:25´54
3. Isidre Esteve Pujol KTM með tímann 2:31´36
4. David Casteu KTM með tímann 2:32´08
5. Fabien Planet KTM með tímann 2:33´51

Í bílaflokki vann gamla rallykempan Carlos Sainz(Spánverji) á Volkswagen leiðar dagsins og er í öðru sæti yfir heildina 45 sek á eftir Carlos Souse(Portugali) sem ekur samskonar bíl frá Volkswagen en heildartími hans er 2:21´57.

Á morgun hefst svo alvaran því 649 km langur dagur þar af 252 km á sérleiðum.

Kv.
Dakarinn

Leave a Reply