Vefmyndavél

Tedesco og Stevart hnjaskaðir

Suzuki hefur staðfest að Ivan Tedesco handabrotnaði í samstuði við James Stewart í upphitunarhring fyrir Supercrossið í Toronto 2.des.  Það brotnuðu einhver 3 bein í vinstri hendinni en það er of snemmt að segja hversu lengi hann verður frá keppni. Hendin er mikið bólgin ennþá, og segja læknar líkur á því að hún grói eðlilega á 4 vikum. Stewart hefur birt afsökunarbeðni, og segir þetta hafa verið algert óviljaverk, og þeir sem þekkja til hanns ættu varla að trúa öðru. Stevart lenti líka í hnjaski þar sem hann var að keyra inná  braut eftir árekstur við Chad Reed… þá varð hann fyrir Travis Preston, og uppúr því fluttur á spítala með öklameiðsl. Ekki hefur frést neitt af þeim meiðslum frekar.

Leave a Reply