Vefmyndavél

Sænskur dagur á Bolöldu

Á laugardag næstkomandi kl. 12.00 er stefnt á að vera með vetrarendurodag á Bolaöldunni. Stefnt er að því að hefla hluta af endurobrautunum og halda Sænskan vetrar Endurodag rétt eins og Svíar gera á veturna. Stefnt er á að hita upp húsið og hafa heitt á könnunni og einnig að skoða að vera með tímatöku á leiðinni sem

hefluð verður. Ég ætla að koma með nánari fréttir af þessu á föstudag, en á meðan skella allir undir nagladekkjunum og setja ádreparann á hjólið.
Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply