Meira um Sænskan dag !!

Í dag heflaði ég u.þ.b. 3 km. hring í endurobrautunum og er meiningin að skemmta sér á þessari leið á laugardaginn. Veðurspáin er ágæt (norðan gola og u.þ.b. -4 gráðu frost. Fyrirkomulagið er að við ræsum einn í einu inn í hringinn með ein mínútu millibili og tökum tímann á hverjum og einum. Ekki er um að ræða formlega keppni eða keppnisgjöld, en það er ekki verra að vera með miða á hjólinu í brautina sem fæst á Litlu Kaffistofunni.

Tímar hjá mönnum verða gefnir upp og settir á netið, en þar sem að ekki er um að ræða keppni heldur bara æfingu verða ekki engin verðlaun í boði.  Sjáumst hressir á laugardaginn kl. 12.00 og munið að kaupa miða á Litlu Kaffistofunni því það eru þeir sem borga olíuna á ljósavélina og traktorinn. Þess ber að geta að svona er keppnisfyrirkomulagið á Heimsmeistarakeppninni í Enduro, en ef menn ætla að láta þann draum rætast að keppa í Endurokeppnum erlendis þá er þetta tækifærið að sjá og kynnast keppnisfyrirkomulaginu.

P.S. Þetta er fyrst og fremst skemmtun og gæti fyrirhuguð dagskrá vissulega raskast en með þessu er verið að prófa eitthvað nýtt. Síðasta nýjung á Akranesi tókst frábærlega og er nú bara að sjá hvernig þetta verður.
Kveðja, Hjörtur L.

Skildu eftir svar