Bolaaldan opin um helgina

Hjörtur heflaði stóru brautina í Bolaöldu í dag þannig að hún er eins góð og hún getur orðið á þessum tíma. Byrjendabrautirnar verða lagaðar í fyrramálið og ef tími vinnst til ætlar Hjörtur að hefla sandbrautirnar uppi í Jósepsdal. Þó rignt hafi gríðarlega undanfarna daga hefur svæðið jafnað sig ótrúlega fljótt amk. þar sem ekki er mikil mold í jarðveginum. Húsið og salernisaðstaðan verður opin á meðan bjart er. Við minnum alla á að kaupa miða í Litlu kaffistofunni.

Skildu eftir svar