Vefmyndavél

Snilldar veðurfræðikennsla frá Hirti um Bolaölduveðrið

Eftir að hafa verið að vinna í allt sumar upp á Bolaöldum þá hef ég kynnst því að veðrið þar er mikið öðruvísi en í bænum. Í fyrsta lagi rignir mun meira þar en í bænum, en í vissri vindátt er gott veður inni í Jósepsdal þegar rok og rigning er við motocrossbrautina.

Þessi vindátt er þegar vindurinn blæs frá Draugahlíðinni (= SA-átt)  að crossbrautinni og er þá oft mjög gott veður og jafnvel logn inni í Jósepsdal. Sama á við þegar vindurinn blæs frá Vífilsfelli (eða Jósepsdal = SV-átt) þá er oft rigning inni í Jósepsdal, en þokkalegt veður í kringum crossbrautina.

Á vefnum www.motocross.is er linkur inn á Bolaöldusvæðið og þegar þangað er komið er annar linkur inn á veður á Sandskeiðinu, en þetta er sjálfvirk veðurstöð sem er staðsett við þjóðveginn beint á móti afleggjaranum þar sem við beygjum inn á svæðið okkar (ca. 500 metrum fyrir neðan Litlu Kaffistofuna). Til að útskýra síðuna á þessum link þá segir efsti ramminn til um vindátt og vindhraða. Bláa línan er stöðugur vindur, en sú rauða er fyrir vindhviður. Þegar bláa línuritið sýnir 10-12 más er komið verulega vont veður á svæðinu því þá eru vindhviður oft á bilinu 15-20 más..

Annar ramminn sýnir hvaðan vindurinn blæs, en vestu vindáttirnar eru frá SA-SV. Það virðist eins og að þegar vindurinn blæs beint að vestan og austan þá rignir ekki eins mikið upp á Bolaöldum og í bænum (hvernig sem á því stendur).

Þriðji ramminn sýnir hitann, en hitinn þarna er oftast á milli 2-3 gráðum lægri en í bænum. Fjórði ramminn sýnir veghita og daggarmark og nýtist okkur lítið. Fimmti ramminn sýnir umferð bíla síðastliðinn sólahring og nýtist okkur lítið.

Sjötti og síðasti ramminn sem er neðstur sýnir raka í %, en með því að lesa rétt úr þessum ramma má sjá hvort það sé rigning eða ekki. Ef bláa línuritið er á milli 90 og 100% er nokkuð örugglega rigning, en ef mælirinn sýnir á milli 80 og 90% þá eru skúrir eða blaut jörð. Sé línan hins vegar fyrir neðan 80% er nokkuð þurrt á svæðinu.  Samkvæmt minni reynslu er besta færið í brautinni þegar þessi rammi er að sýna á milli 75-85%, en rykið er að byrja að myndast þegar þessi rammi fer niður fyrir 70%.

Vonandi nýtist þetta einhverjum og gott ráð er að fara inn á vefinn og lesa úr þessum römmum áður en lagt er af stað upp á Bolaöldur.

Hjörtur L. Jónsson, vinnuþræll VÍK í öllum veðrum.

Leave a Reply